Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/10419/273300 
Year of Publication: 
2018
Series/Report no.: 
Working Paper Series No. W18:06
Publisher: 
University of Iceland, Institute of Economic Studies (IoES), Reykjavik
Abstract: 
Raforkugeiranum á Íslandi, orkunotkun, skipulagi og auðlindir sem enn eru ónýttar er lýst og gefið stutt yfirlit yfir orkuspár sem eru helstu forsendur orkuhönnunar og aflspár sem eru forsendur aflhönnunar raforkukerfa. Íslenska raforkukerfið er orkuhannað vatnsaflskerfi, sem merkir í samanburði við bílakaup, að fyrst er athugað hvort tankurinn rúmar nóg eldsneyti til að komast milli bensínstöðva, en síðan er athugað hvort vélaraflið sé nóg til að komast up bröttustu brekkurnar. Hið samtengda Evrópska orkukerfi er á hinn bóginn nánast alveg eldsneytisknúið og aflhannað, sem merkir í samanburði við bílinn, að aðeins er litið á vélaraflið, en eldsneytismarkaðir tryggja, að nægilega stutt sé milli bensínstöðva. Gefið er yfirlit yfir þá rafmarkaði sem settir hafa verið upp fyrir orkukerfi Evrópu og fyrirkomulagi þeirra lýst og hvernig þeir virka til verðákvörðunar. Lýst er skilyrðum þess að slíkir markaðir virki til hagsbóta fyrir notendur. Gerður er samanburður við Íslenskar aðstæður og fundið að sams konar markaður virkar illa hér að óbreyttu og fæli auk þess í sér vissar hættur fyrir notendur. Sæstrengur með aðgang að raforkumarkaði þar sem magntakmörkun á flutningi milli landa og innlendur forkaupsréttur er hvort tveggja bannað samkvæmt EES samningum, mundi breyta áhættumynstrinu og skapa verulega hættu fyrir þjóðarbúið. Aðalhættan er mikil hækkun raforkuverðs og orkuskortur í kjölfar vatnsþurrðar í lónum. Enginn lagaheimild er í EES samningunum til að geyma öryggisforða í miðlunarlónum til að takmarka þá áhættu innanlands þótt mikill efnahagslegur hvati myndist til að framleiða sem mest og flytja út.
Abstract (Translated): 
In this article an overview is given of the Icelandic energy sector, energy demand, the sectors organization and unused energy resources. The Icelandic power system is designed to provide secure energy from insecure energy resources while the emphasis in the European power system is on secure power for transmitting energy from secure fossil fuel energy supply. The electric power markets used in Europe are described as well as their price forming functionality. The conditions for the proper efficiency of such markets for the benefit of the users is analyzed. Comparison to Icelandic conditions shows that such market will not perform efficiently under present conditions and would expose users to certain risk. An electric submarine cable would alter the risk structure and create a large risk for the national economy. A submarine power cable to markets where limitations on export to secure local supply is illegal as stipulated in the EES contracts would alter the risk structure and expose the Icelandic economy to grave risk. The main risk factors are from increased power prices and energy shortage caused by empty reservoirs. There are no provisions in the EES contracts allowing minimum reservoir levels to secure domestic energy supply although there are large economic incentives to produce energy for export.
Subjects: 
energy industry
energy consumption
energy reserves
Iceland
Document Type: 
Working Paper

Files in This Item:
File
Size





Items in EconStor are protected by copyright, with all rights reserved, unless otherwise indicated.